Sími 441-4000

vatnsendaskoli_sumar

Forsíðumynd 9

Forsíðumynd 7

Vatnsendaskóli

Forsíðumynd 7

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2
virding

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Bíóferð - 19.1.2017

Síðastliðinn þriðjudag fór 10. bekkur Vatnsendaskóla í bíó ásamt umsjónarkennara og öðrum kennurum skólans að sjá íslensku bíómyndina Hjartastein, sem hefur fengið mikið lof jafnt frá gagnrýnendum sem og almenningi. Ástæðan fyrir þessari ferð var sú að einn af nemendum 10. bekkjar, Blær Hinriksson, leikur eitt af aðalhlutverkum í myndinni. Vegna þess var ákveðið að fara saman sem bekkur að sjá myndina. Þessi ferð lukkaðist vel og voru allir hæst ánægðir með myndina og frammistöðuna hans Blæs. Til hamingu Blær með þessa frábæru frammistöðu


Piparkökuhús - 19.12.2016Unglingarnir sem eru í heimilisfræðivali hafa bakað og skreytt piparkökuhús. Það er mikill metnaður sýndur við þessa vinnu og mjög gaman að fylgjast með þeim. Þetta höfum við gert í nokkur ár og komin er hefð fyrir þessu skemmtilega verkefni og munum við halda henni áfram. Yngri nemendur horfa dolfallnir á húsin og segjast ætla að baka svona hús þegar þeir hafi aldur til.

Jólaskákmót Vatnsendaskóla - 19.12.2016


Nú í desember var jólaskákmót Vatnsendaskóla haldið. Öllum nemendum í 2.-10. bekk stóð til boða að skrá sig á mótið og tóku um 180 nemendur þátt. Að lokum voru haldin tvö úrslitamót, annars vegar í 2.-4. bekk og hins vegar í 5.-10. bekk. Sigurvegarar á jólaskákmóti yngri nemenda voru Tómas Möller í 3. bekk og Guðmundur Orri og Mikael Bjarki sem eru báðir í öðrum bekk. Sigurvegarar á jólaskákmóti eldri nemenda voru Felix Már í 9. bekk, Andrés Már í 6. bekk  og Páll Ingi í 8. bekk.

Jólasveinaleikar Vatnsendaskóla - 16.12.2016Hinir árlegu Jólasveinaleikar Vatnsendaskóla fóru fram í morgun. Leikarnir eru fjölgreindarleikar þar sem allir nemendur skólans vinna saman í árgangablönduðum jólasveinaliðum. Lagðar eru hinar ýmsu þrautir fyrir liðin sem nemendur leysa saman. Gefin eru stig fyrir hverja leysta þraut og þrjú efstu jólasveinaliðin standa uppi sem sigurvegarar. Úrslitin verða kunngjörð eftir helgi. Starfsfólk skólans var sammála um að leikarnir hefðu tekist vel og ánægjulegt hafi verið að sjá fallega samvinnu nemenda.
 

Jólaskemmtanir - 14.12.2016

Þriðjudaginn 20. desember,  verða jólaskemmtanir nemenda í 1. – 7. bekk sem hér segir:

1. og 2. bekkir klukkan 9:00 – 10:30.

3. og 4. bekkir klukkan 10:00 – 11:30.

5. – 7. bekkir klukkan 11:00 – 12:30.

Jólaball elsta stigs verður mánudaginn 19. desember klukkan 20:00 – 22:45. Nemendur 8. – 10. bekkja eru komnir í jólafrí að loknu jólaballi.

Jólafrí nemenda í 1. -7. bekk hefst að loknum jólaskemmtunum. Þriðjudagurinn 3. janúar er skipulagsdagur og Stjörnuheimar verða opnir fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Kennsla hefst svo aftur á nýju ári miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu


Fréttasafn


Atburðir framundan

Vetrarleyfi 20.2.2017 - 21.2.2017

Dagana 20. - 21.febrúar

 

Fleiri atburðir


Vatnsendaskóli á Facebook