Sími 441-4000

vatnsendaskoli_sumar

Forsíðumynd 9

Forsíðumynd 7

Vatnsendaskóli

Forsíðumynd 7

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2
virding

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Þemavika - 19.3.2018

Í dag hófst árleg þemavika í Vatnsendaskóla, þemað í ár er Vísindi. Nemendur vinna í blönduðum hópum á sínum aldursstigum alla vikuna. Í ár verður ekki lokasýning heldur viljum við bjóða foreldra velkomna á opið hús til þess að fylgjast með vinnu nemenda.

Unglingastig - fimmtudag 22. mars milli kl.08:30-12:10. Þau eru í Kórnum.

Miðstig - miðvikudag 21. mars milli kl. 08:30-11:10 (ath. nemendur fara í nesti og frímínútur milli kl. 09:30-10:10)

Yngsta stig - fimmtudagur 22. mars kl. 08:30-11:10 (ath. nemendur fara í nesti og frímínútur milli kl. 09:30-10:10

Skáksnillingar Vatnsendaskóla - 14.3.2018

Skákteymið okkar í Vatnsendaskóla fór fyrir stuttu í Rimaskóla þar sem það freistaði þess að verja Íslandsmeistaratitilinn í flokki 1.-3.bekkjar. Þeim tókst það og allur hópurinn rúmlega 20 krakkar fögnuðu ógurlega þegar sigurinn var í höfn. Krakkarnir voru líka alsælir þegar það kom í ljós að þeir fengu verðlaun fyrir að vera með besta E , D og C liðin auk A-liðsins sem vann Íslandsmótið.
En þótt okkur í Vatnsendaskóla þyki gaman að vinna til verðlauna var samt miklu skemmtilegra að sjá alla þessa krakka lifa sig inn í skáklistina og halda það út í rúmar 4 klukkustundir. Auk þess eiga foreldrar þessara krakka aðdáun okkar skilið fyrir ómetanlega hjálp sem liðstjórar liðanna.

Á vefsíðu skak.is má sjá eftirfarandi frétt: https://skak.blog.is/blog/skak/entry/2212802/

Upplestrarkeppni Vatnsendaskóla - 2.3.2018

Hér í Vatnsendaskóla er venjan að 7.bekkur taki þátt í Stóru upplestararkeppninni en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Undirbúningur fyrir keppnina hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16.nóvember. Í dag tóku fimm nemendur þátt í upplestrarkeppni skólans og úr þeim hópi voru valdir tveir fulltrúar sem keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestararkeppninni í Salnum Kópavogi þann 15.mars nk.

Keppendur í lokahátíð voru Gunnlaugur, Katla Maren, Rakel Eir, Marteinn og Bjargey. Þær Katla Maren og Rakel Eir voru valdar til að taka þátt fyrir hönd skólans og var Gunnlaugur í þriðja sæti.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn!

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2018 – 2019 - 1.3.2018

Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is

Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars.

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

Haustið 2018 munu skólar hefjast með skólasetningardegi fimmtudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

Börn hjálpa börnum - 1.3.2018

Árlega söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í Vatnsendaskóla þann 28. febrúar. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, setti söfnunina formlega af stað.

Söfnunin er haldin í 21. sinn og stendur yfir dagana 28. febrúar til 19. mars. Frá upphafi hafa nemendur grunnskóla landsins safnað um 130 milljónum króna til styrktar fátækum börnum í Afríku og Asíu.

Framkvæmdarstjóri ABC, Laufey Birgisdóttir, hóf viðburðinn með kynningu um starfsemi samtakanna og fróðleiksfúsir nemendur hlustuðu vel og spurðu margra spurninga. Bæjarstjóri tók svo til máls og gaf fyrstu framlögin í söfnunarbaukana. Nemendur Vatnsendaskóla og fjölda annara grunnskóla á landinu munu svo ganga um nærliggjandi hverfi sín á komandi dögum og safna fyrir hönd ABC.

Söfnunin hefur verið hreint ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar. Fyrir peningana sem söfnuðust á síðasta ári var byggð ný skólabygging með tveimur fullbúnum kennslustofum í ABC skólanum í Namelok í Kenýa. Þá var hægt að endurnýja húsgögn, skólabúninga, skólatöskur og byggja nýtt eldhús í ABC skólanum í Naíróbi í Kenýa. Einnig var hægt að hjálpa til við uppbyggingu á nýjum og glæsilegum matsal í ABC skólanum í Búrkína Fasó. Að lokum styrkti söfnunin endurbyggingu á leikskóla ABC skólans í Úganda þar sem þakið var lagað og byggður var nýr veggur.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.


 Vantsendaskóli á Facebook