Sími 441-4000

Námsráðgjöf

Námsráðgjöf

Námsráðgjafi: Guðrún Svava Þrastardóttir

Námsráðgjafi er í 100% starfi og til viðtals eftir samkomulagi.

Hægt er að hafa samband við námsráðgjafa með því að, senda tölvupóst á gudrunsvava@kopavogur.is eða hringja í skólann í síma 441 4000.

Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmaður nemenda og trúnaðarmaður þeirra.

Námsráðgjafi stendur vörð um velferð nemenda og styður þá bæði í námi og í persónulegum málum.

Nemendur og foreldrar geta óskað eftir viðtölum hjá námsráðgjafa m.a varðandi:

  • Einelti
  • Samskiptavanda heima og / eða í skólanum
  • Ráðgjöf við nám og námsval
  • Áföll
  • Námserfiðleika
  • Vanlíðan
  • Ofbeldi
  • Sjálfsmynd og sjálfstraust
  • Hegðunarvanda

Samstarf við aðra

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur, kennara og foreldra við að leita lausna. Hann vinnur að forvörnum gegn einelti, vímuefnum og ofbeldi. Einnig hefur hann samráð við aðra sérfræðinga innan sem utan skóla, svo sem sérkennara, hjúkrunarfræðing og skólasálfræðing. Námsráðgjafi situr alla nemendaverndarráðsfundi.

Námsráðgjafinn er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda og aðstandendur þeirra, að undanskyldu 17 gr. Barnaverndarlaga frá árinu 2002 en þar segir:

Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.

Náms- og starfsfræðsla

Námsráðgjafi leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi. Hann veitir ráðgjöf um nám og störf að loknum grunnskóla og heldur utan um kynningar á framhaldsskólum. Námsráðgjafi veitir nemendum í 10. bekk einstaklingsmiðaða ráðgjöf varðandi val og umsókn á framhaldsskóla, ásamt því að gefa kost á því að nemendur taki áhugasviðskönnun.