Námsver í stærðfræði

Námsver í stærðfræði

Starfrækt er sérstakt námsver í stærðfræði fyrir nemendur skólans. Í námsverið koma þeir sem þurfa að skerpa á einhverjum þáttum í stærðfræðinámi sínu.  Yfirleitt eru nokkrir nemendur í einu í námsverinu og er misjafnt hve oft í viku hver nemendahópur kemur. Í námsverinu er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og styrkja grunninn fyrir áframhaldandi stærðfræðinám. Leitast er við að nota fjölbreytt viðfangsefni og námsgögn.