Sími 441-4000

Fréttir

Íþróttahús Vatnsendaskóla vígt

Íþróttahús Vatnsendaskóla verður vígt á afmælisdegi Kópavogsbæjar, föstudaginn 11.maí, kl. 16.30. Allir eru velkomnir á athöfnina sem en það verður opið hús í íþróttahúsinu til klukkan 18.00. Skólahljómsveit Kópavogs og kór Vatnsendaskóla syngja og sýningarhópur Gerplu í hópfimleikum sýna. Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri Vatnsendaskóla býður gesti velkomna, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Harpa Þorláksdóttir formaður Gerplu ávarpa gesti.

Íþróttahús Vatnsendaskóla er nýjasta íþróttahúsið í Kópavogi. Íþróttahúsið er sérhannað fyrir þjálfun í hópfimleikum og mun Íþróttafélagið Gerpla nýta húsið undir sína starfsemi en einnig fer íþróttakennsla Vatnsendaskóla fram í húsinu. 

Lesa meira

Stelpur og tækni

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir viðburðinum „Stelpur og tækni“ fyrir stelpur í 9.b. Markmiðið er að vekja áhuga stelpna á tækni og tæknigreinum. Það tóku um 750 stelpur þátt í deginum. Dagurinn var tvískiptur þar sem stelpurnar fóru í tvær vinnusmiðjur fyrir hádegi í HR og svo í fyritækjaheimsókn eftir hádegi. Í hádeginu var Salka Sól með hvatningaræðu til stelpnanna. Vatnsendaskóli tók þátt í þessum frábæra degi. Við byrjuðum daginn í vinnusmiðju þar sem stelpurnar fengu að kynnast því hvernig hægt er að forrita tónlist í forritinu Sonic Pi. Í seinni smiðjunni tóku selpurnar í sundur tölvur eftir fyrirmælum og settu þær síðan saman aftur. Eftir hádegi heimsóttum við Landsnet þar sem stelpurnar fengu kynningu á starfsemi og húsnæði fyrirtækisins ásamt því að hitta nokkrar konur sem gegna ýmsum fjölbreyttum störfum í fyrirtækinu. Það var virkilega vel að þessum degi staðið og stelpurnar okkar voru áhugasamar og skólanum til sóma. Sjá má myndir frá deginum á FB síðu skólans.
Lesa meira

Þemavika

Í dag hófst árleg þemavika í Vatnsendaskóla, þemað í ár er Vísindi. Nemendur vinna í blönduðum hópum á sínum aldursstigum alla vikuna. Í ár verður ekki lokasýning heldur viljum við bjóða foreldra velkomna á opið hús til þess að fylgjast með vinnu nemenda.

Unglingastig - fimmtudag 22. mars milli kl.08:30-12:10. Þau eru í Kórnum.

Miðstig - miðvikudag 21. mars milli kl. 08:30-11:10 (ath. nemendur fara í nesti og frímínútur milli kl. 09:30-10:10)

Yngsta stig - fimmtudagur 22. mars kl. 08:30-11:10 (ath. nemendur fara í nesti og frímínútur milli kl. 09:30-10:10

Lesa meira