Sími 441-4000

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996 hefur dagur íslenskrar tungu verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, síðan þá. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í Vatnsendaskóla. Nemendur á hverju stigi fyrir sig hittust á sal skólans. Þar sögðu þær Sól og Sigríður Lára, nemendur í 8.bekk, krökkunum frá ævi Jónasar Hallgrímssonar ásamt því að flytja tvö ljóð eftir hann. Einnig lásu þær upp úr bókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Undanfarna viku hefur verið lestrarátak í skólanum og úrslit voru kynnt í morgun. Eftirfarandi bekkir hlutu Ugluna að launum 3. Blágresi og 6. Engjarós, nemendur í 9. Hrútaberjalyng báru sigur úr bítum á unglingastigi.

Lesa meira

Vináttuganga 8. nóvember 

Aðalþing, Sólhvörf og Vatnsendaskóli fara saman í vináttugöngu um hverfið. Sólhvörf koma og hitta Vatnsendaskólabörn á skólalóð Vatnsendaskóla. Þar taka verðandi skólavinir leikskólabarnanna á móti þeim og leiða börnin í göngunni (4. bekkur). Vináttubekkir í Vatnsendaskóla ganga með sínum skólavinum, leikskólabörn og 4. bekkur, 1. - 5. bekkur, 2. – 6. bekkur, 3. – 7. bekkur. Unglingadeild, þar ganga bekkjarfélagar saman.

Gengið að útsýnisskífunni við Fellahvarf og þar koma börn frá Aðalþingi inn í gönguna og hitta sína verðandi skólavini í Vatnsendaskóla. Genginn er hringur í hverfinu, undirgöngin og í áttina að Sólhvörfum. Endað á skólalóð Sólhvarfa þar sem leikskólinn er faðmaður. Við kveðjum síðan göngufélaga og Vatnsendaskóli og Aðalþing halda heim í sína skóla. 


Lesa meira

Vatnsendaskóli tekur þátt í Bebras áskoruninni í annað sinn

Bebras áskoruninn 2017 fer fram vikuna 6. - 10. nóvember. Allir nemendur í 5. - 10. b Vatnsendaskóla munu taka þátt. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem hvetur börn til að nota hugsunarhátt forritunar (Comp. thinking) við að leysa verkefni. Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa skemmtileg verkefni. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og var með yfir 500.000 þátttakendur árið 2012. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. Hægt að sjá hvernig verkefnin voru byggð upp í fyrra á bebras.is og velja keppnir.
Lesa meira

Vetrarfrí

Fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. október verður vetrarfrí í öllum grunnskólum Kópavogs og dægradvalir verða einnig lokaðar þessa daga. Vonum að allir hafi það gott í fríinu og komi hressir til baka mánudaginn 30.október.

Lesa meira