Sími 441-4000

Fréttir

Innkaup námsgagna

Vatnsendaskóli í samráði við foreldrafélagið mun annast innkaup námsgagna fyrir nemendur skólans. Þeir foreldrar sem vilja nýta sér þessi innkaup greiða fyrir námsgögnin inn á reikning foreldrafélagsins fyrir skólaboðunardag 22. ágúst, á reikningsnúmer 536-4-200786, kt; 680306-0790. Merkja þarf inn á bankagreiðsluna nafn barns og árgang (t.d. 4.b ef barnið er í 4. bekk).

Gjald fyrir 1.- 4. bekk er 3800,- kr. Fyrir 5. – 7. bekk er gjaldið 3500,- kr. og 8. – 10. bekk 3000,- kr.

Innifalið í framangreindu gjaldi eru öll námsgögn, nema að nemendur í 5. til 10. bekk þurfa sjálfir að útvega sér lítil heyrnartól til nota með spjaldtölvum sínum. Einnig þurfa nemendur að útvega sér íþróttafatnað.

Ef foreldrar kjósa að sjá sjálfir um innkaup námsgagna fyrir börnin sín þá biðjum við ykkur að hafa samband við skrifstofu skólans til þess að fá innkaupalista.

Lesa meira

Senn hefst nýtt skólaár

Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst sem hér segir:vatnsendaskoli_sitelogo

Nemendur í 2. – 4. bekk mæta kl. 9:00.

Nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 10:00.

Nemendur í 8. – 10. bekk mæta kl. 11:00.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum.Skólasetning fer fram í sal skólans. Skólastjóri verður með stutta kynningu og svo fara nemendur með umsjónarkennurum sínum inn í stofu og fá stundatöflur, skólareglur og fleira.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Lesa meira

Sinfóníutónleikar í Kórnum

Föstudaginn 2. júní fóru allir nemendur Vatnsendaskóla saman á tónleika með Sínfóníuhljómsveit Íslands og Skólahljómsveit Kópavogs. Tilefnið var 50 ára afmæli Skólahljómsveitarinnar. Nokkrir nemendur úr Vatnsendaskóla spiluðu með hljómsveitunum sem fluttu meðal annars lög úr kvikmyndum. Mikið var lagt í tónleikana og höfðaði tónlistarvalið vel til nemenda. Nemendur skólans bæði þeir sem tóku þátt og þeir sem hlýddu á stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum sínum til sóma.

Lesa meira

Skóladagatal fyrir næsta skólaár