Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun

Öryggisnefnd skólans skipuleggur að minnsta kosti tvær rýmingaræfingar á hverju skólaári. Fyrsta æfingin er ávallt undirbúin þar sem starfsfólk og nemendur skólans vita fyrirfram af æfingunni. Aðrar æfingar eru óundirbúnar.

Undirbúningur rýmingaráætlunar

  • Að hausti þarf að sjá til þess að bláar skóhlífar, rauð / græn spjöld og listar yfir  nemendahópa séu í öllum skólastofum.
  • Mikilvægt er að umsjónarkennarar fari út með nemendur til að æfa útgönguna og sýni þeim söfnunarsvæðið.
  • Umsjónarkennarar þurfa að fara yfir það með nemendum að þeir eigi að fylgja smiðjukennurum allan tímann ef þeir eru í smiðjum þegar rýming á sér stað.
  • Húsvörður þarf að fara yfir hlutverk skólaliða við rýmingu skólans.
  • Ef hreyfihamlaðir nemendur eru í skólanum þarf að gæta þess að fara yfir útgönguleiðir þeirra með þeim og stuðningsfulltrúum þeirra.
  • Ritari skólans þarf að taka með sér möppu með lista yfir alla starfsmenn og nemendur skólans á söfnunarsvæðið.

Rýming skólans

  • Þegar brunabjallan hringir fara nemendur í bláar skóhlífar og í röð. Kennari gengur úr skugga um að allir nemendur séu í röðinni.
  • Þegar stofan er yfirgefin er æskilegt að kennari sé fremstur, nemendur í röð á eftir honum og aftast sé ábyrgur nemandi sem hefur það hlutverk að láta kennara vita ef einhver fer úr röðinni. Ef kennari metur það svo að betra sé að hafa ábyrgan nemanda fremst og vera sjálfur síðastur þá er það í lagi.
  • Sá sem fer síðastur út úr stofu þarf að slökkva ljósin og læsa hurð.
  • Smiðjukennarar bera ábyrgð á þeim hópi sem þeir eru að kenna og halda utan um hann. Það sama á við um faggreinakennara á unglingastigi.
  • Muna að taka græn / rauð spjöld út með sér ásamt nemendalistum.

Söfnunarsvæði

  • Söfnunarsvæðið er fyrir aftan skólann framan við gervigrasvöllinn og inn á malbikaða völlinn. Á veggnum framan við gervigrasvöllinn verða lítil skilti merkt hverjum árgangi til að skilgreina hvar nemendur eiga að standa.
  • Elstu nemendur safnast fjærst skóla.
  • Yngstu nemendur safnast næst skóla.
  • Þegar kennarar hafa raðað nemendum upp og gengið úr skugga um að allir séu mættir þá lyfta þeir græna/rauða spjaldinu hátt til að sýna að allt sé í lagi, grænt eða ef aðstoðar sé þörf þá rautt.

Í lok æfingar

  • Skólastjóri mun flauta æfinguna af þegar honum virðist að allir séu komnir öruggir á sitt svæði (græn spjöld á lofti).
  • Þegar unglingar yfirgefa söfnunarsvæðið eiga þeir að ganga út af vellinum fjær skólanum.
  • Húsvörður mælir hve langan tíma tekur að rýma skólann.