Skólasálfræðingar

Tinna Björk Baldvinsdóttir, tinnab@kopavogur.is

Bóas Valdórsson er skólasálfræðingur Vatnsendaskóla.  Viðvera Bóasar er alla jafna á mánudögum frá 8.00-16.00 og viðvera Tinnu er á fimmtudögum frá kl.8:00-16:00.

Tilvísanir

Foreldrar/forráðamenn og umsjónarkennari viðkomandi barns hafa samráð um að vísa til skólasálfræðings.  Til að svo megi verða er viðeigandi tilvísunareyðublað fyllt út og undirritað.  Því er komið til nemendaverndarráðs, sem tekur afstöðu til þess hvort vísa beri til sálfræðings, eða hvort aðrir kostir séu jafnvel betri miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.

Ástæður tilvísunar

Ástæður fyrir tilvísun til sálfræðings geta verið margvíslegar, svo sem:

  • kvíði
  • þunglyndi
  • námserfiðleikar
  • félagslegir erfiðleikar
  • vanlíðan
  • ósk um greiningu, til að mynda vegna athyglisbrests/ofvirkni, einhverfu og fleira.

Framgangur máls hjá skólasálfræðingi

Alla jafna eru viðtöl tekin við börnin, og upplýsinga er leitað hjá foreldrum og starfsmönnum skólans.  Spurningarlistar eru lagðir fyrir börn, foreldra og kennara, og greiningarpróf lögð fyrir, eftir atvikum.  Viðtölum er haldið áfram ef þurfa þykir og eins og tími gefst til.