Dagur stærðfræðinnar

Haldið var upp á alþjóðlegan Dag stærðfræðinnar fimmtudaginn 14. mars 2024. Dagsetningin tengist tölunni  (3,14) eins og margir vita.

Þemað í ár var Leikið með stærðfræði. Markmiðið var að fagna leikgleðinni sem felst í því að leysa þrautir, spila og vinna með stærðfræði í leik en líka með því að kanna, gera tilraunir og uppgötva.

Í tilefni dagsins var ýmsum spilum og  leikjum komið fyrir í miðrými á neðri hæð skólans. Nemendum var frjálst að koma við og prófa það sem höfðaði til þeirra. Margir nemendur nýttu sér það og voru þau undrandi yfir því að þrautirnar og spilin tengdust öll stærðfræði.   

Posted in Fréttir.