Sími 441-4000

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Aðalfundur Foreldrafélags Vatnsendaskóla - 31,5,2019

Guðrún Valdimarsdóttir formaður foreldrafélags Vatnsendaskóla setti fundinn. Formaður stingur upp á Ragnhildi Helgadóttur sem fundarstjóra og Margrét Valdimarsdóttur sem ritara og er það samþykkt.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1. Skýrsla stjórnar

Guðrún formaður flutti skýrslu stjórnar. Þar kom fram að fimm manna stjórn var mynduð í september þar sem ekki hafði tekist að mynda stjórn á síðasta aðalfundi. Viðburðir á vegum foreldrafélagsins starfsárið 2018-2019 voru; Fræðslufundur fyrir bekkjarfulltrúa, Halloween ball, jólabingó, „Glow in the dark“ ball, „Hvað er heilbrigður skjátími?“ - fyrirlestur fyrir foreldra með Birni Hjálmarssyni, Skíðadagur skipulagður (féll niður vegna veðurs) og Páska­bingó. Önnur umfjöllunaratriði í skýrslu stjórnar voru foreldrarölt og félagsmiðstöðin Dimma. Einnig er greint frá fundi foreldrafélagsins með sviðstjóra mentnasviðs Kópavogs­bæjar vegna spjaldtölvuverkefnisins. Sagt er frá fundinum og spurningar og svör Menntasviðs við þeim listað upp.

Skýrsla stjórnar samþykkt.

2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar

Tómas Albert Holton gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga.

Reikningar samþykktir.

3. Félagsgjöld ákveðin

Lagt til og samþykkt að árgjald til foreldrafélagsins hækki úr 3.000 kr. í 3.500 kr. á fjölskyldu. Gjaldið verði innheimt með kröfu í heimabanka.

4. Stjórnarkjör

Kjörnir í stjórn:

Guðrún Valdimarsdóttir

Áslaug Pálsdóttir

Ragnhildur Helgadóttir

Tómas Albert Holton

Eiríkur Magnússon

Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

5. Fulltrúar foreldra í Skólaráði kjörnir

Kjörnir í skólaráð:

Aðalmenn:

Áslaug Pálsdóttir

Pétur Örn Magnússon

Varamenn:

Margrét Valdimarsdóttir

Ragnhildur Helgadóttir


6. Önnur mál

Áslaug Pálsdóttir greindi frá setu sinni í skólaráði síðastliðin tvö ár og lýsti tilgangi þess. Skólaráð er tenging foreldra við stjórn skólans en auk skólastjóra sitja í ráðinu fulltrúar foreldra, starfsfólks og nemenda. Nokkur umræða var um spjaldtölvuverkefnið og brýna nauðsyn þess að þrýsta á Kópavogsbæ að kanna árangur verkefnisins og spyrja foreldra og kennara bæjarins um afstöðu sína.

Fleira ekki bókað – fundi slitið kl. 20.30.

Fundaritari Margrét Valdimarsdóttir.

Fréttir - 23,11,2018Þetta vefsvæði byggir á Eplica