Sími 441-4000

Fréttir

Vinaliðar


Vinaliðaverkefnið heldur áfram og gaman að sjá hversu vel það gengur. Mikil ánægja er með verkefnið hjá nemendum, starfsmönnum og foreldrum. Núna eru flest börn í leik í útivist, ýmist á stöðvum Vinaliða eða á öðrum leiksvæðum á skólalóðinni. Vinaliðarnir standa sig mjög vel í sínu hlutverki. Þeir leggja sig fram við laða til sín hópa til að prófa nýja leiki. Sumir leikir verða vinsælli en aðrir og stundum svo vinsælir að börnin halda áfram að leika í þeim eftir skóla. Við höfum að mestu verið heppin með veðrið þetta haustið og oftast verið hægt að hafa allar stöðvar opnar.

Lesa meira

Nemendur unglingastigs taka þátt í Bebras í þriðja sinn

Bebras áskoruninn 2018 fer fram vikuna 12. - 16. nóvember. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem hvetur börn til að nota hugsunarhátt forritunar (Comp. thinking) við að leysa verkefni. Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa skemmtileg verkefni. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og var með yfir 500.000 þátttakendur árið 2012. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. Hægt að sjá hvernig verkefnin voru byggð upp í fyrra á bebras.is og velja keppnir. Lesa meira

Vináttuganga

Fimmtudaginn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti, það er því viðeigandi að helga hann vináttunni. Við ætlum að fara í vináttugöngu frá Vatnsendaskóla klukkan 10:15. Elstu börnin frá Sólhvörfum og Aðalþingi og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson fara með okkur í gönguna. Við   höldum öll saman í heimsókn til Sólhvarfa. Þar ætlum við að syngja saman nokkur vinalög og dansa.

Vikan hjá okkur hefur verið helguð vináttunni og hafa vinabekkir og árgangar unnið saman verkefni tengd vináttunni. Vináttan byggir á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki. Við þurfum að viðurkenna margbreytileika hópsins og koma fram við hvert annað sem jafningja. Bera virðingu hvert fyrir öðru og hafa hugrekki til þess að segja frá ef við sjáum aðra beytta órétti. Þannig líður okkur vel og við verðum sterk saman.

Lesa meira

Viðmið um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Menntasvið og velferðarsvið Kópavogsbæjar hafa nú gefið út sameiginleg og samræmd viðmið um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn hjá nemendum. Um er að ræða viðmið sem taka bæði til fjarveru vegna veikinda og leyfa í heilum dögum en einnig til óheimilla fjarvista úr kennslustundum. Viðmiðin gilda fyrir alla skóla bæjarins og við hvetjum foreldra eindregið til að kynna sér þau. 

Viðmiðin má nálgast undir flipanum Nemendur.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica