Sími 441-4000

Fréttir

Dagskrá vinaliða

Vinaliðar stýra og stjórna leikjum á skólalóðinni, skipulag leikja á tímabilinu 14.okt - 1.nóv má sjá hér

Lesa meira

Bæta lóðina í Vatnsendaskóla

Hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að kjósa með þessu verkefni á okkar Kópavogur https://betraisland.is/post/22185. Við þurfum á ykkar stuðningi að halda til að ná þessu verkefni inn. Íbúafundur verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 17. október kl. 17:00-18:30. Við hvetjum alla til að mæta.

Lesa meira

Nemendur í 3.bekk fóru í Hörpuna

Fimmtudaginn 3. október fór 3. bekkur í strætóferð, í Hörpuna. Þar fengu nemendur að sjá verk með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem heitir Tímaflakk. Börnin voru til fyrirmyndar og höfðu gaman af tónleikunum sem var um þekktustu tónskáld frá 1700 til 2019.

Lesa meira

Vinaliðaverkefni

20191007_094643Vinaliðaverkefnið er norskt eineltisforvarnaverkefni sem hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Yfir 200 skólum í Svíþjóð og um 50 skólum á Íslandi. Verkefnið er ekki eineltisáætlun heldur forvarnarverkefni og er hugmyndafræðin sú að þar sem boðið er upp á skipulagt starf fái gerendur eineltis góða hluti til að hugsa um. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í fyrri útivist þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi.

Við í Vatnsendaskóla ákváðum að ganga til liðs við verkefnið á síðasta ári og vorum mjög sátt með það sem verkefnið skilaði okkur minni ágreiningi og glaðari börnum úr útivist. Í ár eru nemendur í 3.bekk sem höfðu verið að taka þátt í leikjum í fyrra að koma glaðbeittir og ábyrgðarfullir til starfa sem Vinaliðar í haust.

Vinliðar munu fara á námskeið fljótlega þar sem þeir læra nýja leiki til að kenna skólafélögum sínum. Breyting er á námskeiðs fyrirkomulagi frá því í fyrra. Nú munu Vinaliðar í Vatnsendaskóla fara á námskeið með Vinaliðum í Hörðuvallaskóla sem er spennandi. Þar gefst tækifæri til að skoða hvernig háttar til hjá þeim og segja frá því sem við eru m að gera. Kannski koma nýjar hugmyndir í hús eftir það. Þetta vefsvæði byggir á Eplica