Fréttir

Fundur með bekkjarfulltrúum 30.nóvember 2022

Stjórn foreldrafélags Vatnsendaskóla boðaði bekkjarfulltrúa skólans á fund þann 30. nóvember sl. í Kriunesi.
Mætingin var með besta móti og komu bekkjarfulltrúar nánast úr hverjum bekk og nokkrir úr sumum.
Tilgangur fundarins var að kynna hlutverk bekkjarfulltrúanna, skiptast á hugmyndum og stilla saman strengi. Eitt af aðal markmiðum Stjórnar foreldrafélagsins er að efla foreldrastarfið og virkja samstarf milli foreldra og skóla.

Þessi fundur var frábær vettvangur til að koma saman og taka fyrstu skrefin að þessari áætlun.

Aðalfundur foreldrafélagsins 7. júní 2021

Stjórn foreldrafélags Vatnsendaskóla hélt aðalfund félagsins 7. júní 2021 að hótel Kríunesi. Óhætt er að segja að skólaárið hafi verið áhefðbundið og krefjandi. Fráfarandi stjórn lagði upp með metnaðarfulla dagskrá en fljótlega var ljóst að sóttvarnir og reglur þeim tengdar settu starfseminni takmörk þar sem ekki var leyfilegt að halda viðburði. Foreldrafélagið stóð fyrir einu rafrænu erindi á skólaárinu og hélt úti öflugu foreldrarölti allt skólaárið.

Kosið var í stjórn félagsins sem hefur nú skipt með sér verkum:

Ragnhildur Helgadóttir, formaður

Eiríkur Magnús Jensson, gjaldkeri

Jóhanna María Kristjánsdóttir, ritari

Elín Sigurðardóttir

Þórey Huld Jónsdóttir

Jóna M. Harðardóttir

 

Jafnframt var kostið í skólaráð og eru nýir Fulltrúar foreldra í skólaráði eftirtaldir aðilar:

Þórey Huld Jónsdóttir og Jóna M Harðardóttir.

Varamenn eru: Úlfur Blandon og Ragnhildur Helgadóttir

Aðalfundur foreldrafélagsins 22. sept 2020

Aðalfundur Foreldrafélags Vatnsendaskóla fór fram í Kríunesi þriðjudaginn 22.september 2020. Stjórn félagsins kynnti starfsemi þess og flutti skýrslu stjórnar en helstu viðburðir síðasta árs voru; fræðslufundur fyrir bekkjarfulltrúa, Halloween ball, fræðslufundur fyrir foreldra um Kynheilbrigði og „Glow in the dark“ ball. Tilmæli Almannavarna um samkomutakmarkanir takmörkuðu frekari starfsemi félagsins og sér ekki fyrir endann á því ferli. Kosið var í stjórn félagsins sem hefur nú skipt með sér verkum:

Ragnhildur Helgadóttir, formaður

Tómas Albert Holton,  gjaldkeri

Eiríkur Magnús Jensson, ritari

Brynhildur Arna Jónsdóttir

Elín Sigurðardóttir

Nánari upplýsingar um aðalfund má sjá hér.

Fræðslufundur fyrir foreldra 14.11 2019

Það var ánægjulegt að sjá hversu vel var mætt á fræðslufund foreldrafélags Vatnsendaskóla í gær þegar Kolbrún Hrund fjallaði um „Æskuna, samskipti og kynlíf“. Ræddi hun um félagsmótun, ólík skilaboð sem kynin eru að fá frá umhverfi sínu, áhrif klámáhorfs og hvað foreldrar geta gert til að styrkja sjálfsmynd og kynheilbrigði barna sinna. Varpað var upp mögulegum leiðum til að ræða þess mál við börnin og sköpuðust góðar og gagnlegar umræður.

Kolbrún benti á gagnlega linka fyrir foreldra sem vilja kynna sér málin nánar.

Samskipti foreldra og barna um kynlíf

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11263/foreldrabaeklingur_kynlif_2009.pdf?fbclid=IwAR1IsXPgsDGSSm6xcmS1zy7JkD4FGaww-WDU2xipgmkgkqSNZisAqHHdoIs (PDF skjal)

Áhrif klámáhorfs á einstakling og samskipti

https://fightthenewdrug.org/?fbclid=IwAR21TlaV95gdwcWcfIJA32X7qMX2nuXWQU3PsifBLskCreo6EFVnG7hU260#the-issue (Opnast í nýjum vafraglugga)

Hvernig er hægt að vernda börn gegn áhrifum klámvæðingar

https://www.protectyoungminds.org/?fbclid=IwAR1lGSgSLmxnmLXg7ogM9rDTaCGH37HF8q9j2ErpwgY7iBfxrCZwMI4dcmA (Opnast í nýjum vafraglugga)

Hvað geta foreldra gert?

  • Ræða opinskátt og af einlægni við barnið
  • Hafa kynfræðsluefni aðgengilegt á heimilinu
  • Vera góðar fyrirmyndir
  • Hvað hefðuð þið vilja vita á sínum tíma
  • Þrýsta á skólann að veita góða kynfræðslu
  • Hafa klámsíur bæði í skóla og heima. Þrýsta á stjórnvöld að hefta aðgengi að klámsíðum td með rafrænni skráningu.

Aðalfundur Foreldrafélags Vatnsendaskóla 31.5 2019

Guðrún Valdimarsdóttir formaður foreldrafélags Vatnsendaskóla setti fundinn. Formaður stingur upp á Ragnhildi Helgadóttur sem fundarstjóra og Margrét Valdimarsdóttur sem ritara og er það samþykkt.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1. Skýrsla stjórnar

Guðrún formaður flutti skýrslu stjórnar. Þar kom fram að fimm manna stjórn var mynduð í september þar sem ekki hafði tekist að mynda stjórn á síðasta aðalfundi. Viðburðir á vegum foreldrafélagsins starfsárið 2018-2019 voru; Fræðslufundur fyrir bekkjarfulltrúa, Halloween ball, jólabingó, „Glow in the dark“ ball, „Hvað er heilbrigður skjátími?“ – fyrirlestur fyrir foreldra með Birni Hjálmarssyni, Skíðadagur skipulagður (féll niður vegna veðurs) og Páska­bingó. Önnur umfjöllunaratriði í skýrslu stjórnar voru foreldrarölt og félagsmiðstöðin Dimma. Einnig er greint frá fundi foreldrafélagsins með sviðstjóra mentnasviðs Kópavogs­bæjar vegna spjaldtölvuverkefnisins. Sagt er frá fundinum og spurningar og svör Menntasviðs við þeim listað upp.

Skýrsla stjórnar samþykkt.

2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar

Tómas Albert Holton gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga.

Reikningar samþykktir.

3. Félagsgjöld ákveðin

Lagt til og samþykkt að árgjald til foreldrafélagsins hækki úr 3.000 kr. í 3.500 kr. á fjölskyldu. Gjaldið verði innheimt með kröfu í heimabanka.

4. Stjórnarkjör

Kjörnir í stjórn:

Guðrún Valdimarsdóttir

Áslaug Pálsdóttir

Ragnhildur Helgadóttir

Tómas Albert Holton

Eiríkur Magnússon

Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

5. Fulltrúar foreldra í Skólaráði kjörnir

Kjörnir í skólaráð:

Aðalmenn:

Áslaug Pálsdóttir

Pétur Örn Magnússon

Varamenn:

Margrét Valdimarsdóttir

Ragnhildur Helgadóttir


6. Önnur mál

Áslaug Pálsdóttir greindi frá setu sinni í skólaráði síðastliðin tvö ár og lýsti tilgangi þess. Skólaráð er tenging foreldra við stjórn skólans en auk skólastjóra sitja í ráðinu fulltrúar foreldra, starfsfólks og nemenda. Nokkur umræða var um spjaldtölvuverkefnið og brýna nauðsyn þess að þrýsta á Kópavogsbæ að kanna árangur verkefnisins og spyrja foreldra og kennara bæjarins um afstöðu sína.

Fleira ekki bókað – fundi slitið kl. 20.30.

Fundaritari Margrét Valdimarsdóttir.