Sími 441-4000

Fréttir

Hvað er heilbrigður skjátími?

Foreldrafélag Vatnsendaskóla stóð fyrir fundi með Birni Hjálmarssyni, barnalækni á BUGL, undir yfirskriftinni: Hvað er heilbrigður skjátími? Foreldrar í Vatnsendaskóla fjölmenntu á fundinn og sköpuðust góðar og gagnlegar umræður.

Á fundinum kom m.a. fram mikilvægi þess að við foreldrar fylgjumst vel með skjánotkun barna okkar og virðum aldurstakmörk á tölvuleikjum, samfélagsmiðlum og öðru efni á netinu – tryggjum að það hæfi aldri þeirra og þroska.

Björn gaf okkur góðfúslegt leyfi til að deila fyrirlestri hans með þeim foreldrum sem vilja kynna sér málið nánar. Nálgast má fyrirlesturinn hér.Þetta vefsvæði byggir á Eplica