Sími 441-4000

Fréttir

Mikil gróska í skákinni

Á þessu skólaári hafa mörg skákmót verið haldin í Vatnsendaskóla og einnig hefur skólinn átt fulltrúa á öðrum skákmótum. Undanfarna daga hafa verðlaunaafhendingar vegna skákmótanna farið fram á sal skólans og má sjá myndir af sigurvegurunum á fésbókarsíðu skólans. Boðið var upp á skákkennslu eftir skóla á þriðjudögum í vetur og var hún vel sótt.  Margir nemendur skólans hafa áhuga á skák og hafa þeir verið að standa sig vel á mótum. Það er vel við hæfi að óska þessum krökkum til hamingju með góðan árangur í skákinni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica