Sími 441-4000

Fréttir

Vel heppnaðir vordagar

Undanfarna daga hafa nemendur  í Vatnsendaskóla verið á ferð og flugi í ýmiskonar vettvangsferðum og leikjum. Verkefnin hafa verið fjölbreytt m.a gönguferðir, hjólaferðir, ratleikir og sundferðir. Yngsta stigið hélt skólaleika á skólalóðinni þar sem ýmsar þrautir voru leystar. Nemendur í 5.bekk grilluðu brauð á skólalóðinni. Nemendur frá 5. bekk og upp úr sigldu á kajökum á Elliðavatni. Nemendur í 10. bekk fóru svo í hina árlegu óvissuferð. Þetta árið vorum við einstaklega heppin með veðrið sem lék við okkur alla dagana.Þetta vefsvæði byggir á Eplica