Sími 441-4000

Fréttir

Réttarferð

Mánudaginn 19. september fór 3. bekkur í Selflatarréttir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Það voru spennt börn sem lögðu af stað frá skólanum snemma um morgun. Vel var tekið á móti okkur og fengu börnin að taka þátt í að reka kindur í almenning og dilka.  Börnin fengu að njóta sín og taka fullan þátt í verkunum. Eftir réttir stoppuðum við á Úlfljótsvatni og þar fengu þau að hlaupa um og leika sér í skátatækjum og borða hádegismat. Þetta var frábær ferð og það voru glöð og þreytt börn sem komu heim eftir hádegi. Við þökkum þeim foreldrum sem komu með okkur kærlega fyrir hjálpina.Þetta vefsvæði byggir á Eplica