Sími 441-4000

Fréttir

Söfnun fyrir gott málefni

Undanfarin ár höfum við haft söfnun fyrir góðgerðamál meðal nemenda og starfsfólks Vatnsendaskóla í stað pakkaskipta á litlu jólum. Í ár ætlum við að hafa sama háttinn á og munum við styrkja Ljósið. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Við hvetjum því nemendur og starfsfólk Vatnsendaskóla til að koma með klink (frjáls framlög) og setja í söfnunarbauk sem staðsettur verður hjá ritara skólans frá og með 12. desember. Við munum svo afhenda afraksturinn til Ljóssins í byrjun janúar.

Bestu kveðjur,

Stjórnendur og starfsfólk VatnsendaskólaÞetta vefsvæði byggir á Eplica