Sími 441-4000

Fréttir

Bíóferð

Síðastliðinn þriðjudag fór 10. bekkur Vatnsendaskóla í bíó ásamt umsjónarkennara og öðrum kennurum skólans að sjá íslensku bíómyndina Hjartastein, sem hefur fengið mikið lof jafnt frá gagnrýnendum sem og almenningi. Ástæðan fyrir þessari ferð var sú að einn af nemendum 10. bekkjar, Blær Hinriksson, leikur eitt af aðalhlutverkum í myndinni. Vegna þess var ákveðið að fara saman sem bekkur að sjá myndina. Þessi ferð lukkaðist vel og voru allir ánægðir með myndina og frammistöðuna hans Blæs í myndinni. Til hamingu Blær með þessa frábæru frammistöðu í myndinni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica