Sími 441-4000

Fréttir

Meistaramót Kópavogs í skák

Meistaramót Kópavogs fyrir yngri nemendur var haldið föstudaginn 5. maí s.l. og kepptu 35 nemendur úr Vatnsendaskóla á þeim mótum. Allir nemendur sem tóku þátt fyrir hönd Vatnsendaskóla stóðu sig vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.

Nemendur úr Vatnsendaskóla urðu skákmeistarar Kópavogs á þeim þremur mótum sem keppt var á. Verðlaun voru bæði veitt stigahæstu strákunum og einnig stigahæstu stúlkunum.

Meistaramót 3.-4. bekkjar

1.sæti drengja - Tómas Möller í 3. bekk  og er hann Skákmeistari Kópavogs í sínum aldursflokki.

Meistaramót 2. bekkjar

1.sæti drengja - Guðmundur Orri Sveinbjörnsson og er hann Skákmeistari Kópavogs í sínum aldursflokki.

2. sæti drengja - Friðbjörn Orri Friðbjörnsson

3. sæti drengja  - Mikael Bjarki Heiðarsson

Meistaramót 1. bekkjar

1.sæti drengja - Steinar Logi Halldórsson og er hann því Skákmeistari Kópavogs í sínum aldursflokki.

3.sæti stúlkna - Þórhildur Helgadóttir

   Þetta vefsvæði byggir á Eplica